Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ekki veit ég lausnina en!!

Margt og mikið hefur nú gerst í okkar þjóðfélagi síðan ég bloggaði síðast. Það er bara grátlegt að hlusta á sömu skýringarnar, útlistanir þeirra sem enn eru á leiðinni að laga stöðu heimilanna, þeirra sem með fagurgala einum lofuðu Skjaldborginni miklu fyrir heimilin í landinu. Hvað hefur gerst? EKKERT nema að frýja þá ríku frá eignartjóni. Við erum reið sem er skiljanlegt, því fólkið sér á eftir sínu striti verða að engu á meðan þeir sem nóg hafa og hafa haft ætla að sleppa við að greiða þjóðinni það sem hún á inni hjá þeim.

Það var sorglegt að ekki var hægt að mynda hér verkefnastjórn, ég tel að þegar heil þjóð lendir í mafíu ættu allir að taka höndum saman og leggja flokkadrætti til hliðar. Það ætti að vera krafa kjósenda að nú yrði mynduð samstarfsstjórn um þau brýnu verkefni sem við stöndum frammi fyrir fram að nýjum kosningum sem hægt væri að sitja á t.d. í mai n.k.

Verkefnin yrðu ekki fleiri en t.d. fimm: Leiðrétta öll lán. Miða við stöðu þeirra 2oo8 Byrja að losa okkur við verðtryggingu. Kanna starfsemi Lífeyrissjóða, sameina þá og koma á að þeir sem Lífeyrissjóðina eiga fái sæti í stjórn þeirra. Koma atvinnulífinu af stað með markvissi atvinnustefnu. Koma þeim verkefnum í gang sem tilbúinn eru. Breyta gjaldþrotalögum.  Svo mætti lengi vinsa úr, og þetta er bara  smá brot af þeim verkum sem vinna verður að og  þeir sem kosnir eru á löggjafaþing okkar ættu að sjá sóma sinn í að vinna. Hætta þessu kjaftaði frá morgni til kvölds, í öllum frétta tímum og blöðin full af sama bullinu. Þetta er mín tillaga áður en þjóðin hreinlega springur úr reiði. NÚNA verður að vinna. Ekki lengur--við erum að-- heldur við gerum.

 


Þetta er reyndar ritað fyrir tveim árum eða svo. En-? Það fer að líða að sumarfríum.

Sumarfrí!!!!!.

Þegar þetta er ritað er sumarið svo sannarlega komið hér hjá okkur í Vestmannaeyjum.

Himininn heiður og tær. Sólin skín glatt á menn og dýr. Þó svo að hitinn nái nú ekki tveggja stafa tölu.  

Hestarnir rölta  um áhyggjulausir og bíða eftir að fá að  spretta úr spori í komandi  blíðu. Lömbin dafna vel og kunna að meta blíðuna.

Með hækkandi sól   lifnar  allt við. Eftir leiðinda vetur  tökum við því fagnandi á móti sumri.

Bjartsýnin tekur því völdin og  umræðan um leiðindamál  er ýtt til hliðar.  

Umræðan um að Herjólfur sé fyrst og fremst okkar þjóðvegur , já til þjónustu íbúum Vestmanneyja, en ekki gámaflutningaskip gleymist.

Það gleymist þó ekki   að hann er  alltof lítill á þeim annatíma sem framundan er, íbúar Eyjunnar komast  nefnilega ekki til né frá sinni heimabyggð  þegar þeim hentar,

og  ekki er útlit fyrir að sett verði á þriðja ferðin  þegar verst lætur.

Jarðgöng milli lands og Eyja liggja auðvitað enn undir sjávarmáli.

 Samgöngumálin eru því miður enn óleyst, og verða eftir sumarfrí.

Það er svo stutt  þetta sumarfrí og ekki hægt að eyðileggja það með  að veltast með það sem betur hefði mátt fara s.l. vetur.  Nei takk. Ekki nenni ég að taka þátt í því núna  ég er að fara í frí.  

Við bara förum að pakka niður, og höldum út í sólina meðan tími er til.   

Öll leiðindamál samfélagsins verða að bíða.  

 Því líður   þessi stutti sumartími okkar  eins og dögg fyrir sólu,  og áður en við vitum , er aftur komin Þjóðhátíð , aftur kominn vetur og ekkert hefur breyst.   Vandamálinn bíða..

 Sumarfrí Eylandsbúans FER Í HÖND. 

Hann fer ekki í frí á vegum embætta sinna. Hann tekur sitt lögbundna frí með Vísa eða Euró, en því miður greiða kortin ekki dagpeninga til maka.

En  það er allt hægt með kortum, það er auglýst., ef þú bara borgar sjálfur.

 

Eylandsbúinn telur sig  búa í sanngjörnu lýðræðisríki sem gefur honum tækifæri að komast í sitt lögbundna frí.  Reyndar veit hann að um leið og Alþingi kemur aftur saman verður  fyrsta umræða á hinu háa alþingi  um að  eyðslan  sem hann  leyfði sér að viðhafa í þessu lögbundna fríi sínu kom þjóðarskútunni á hvolf.. Sparaðu maður.! Þarftu endilega að fara í frí?

“Sá sem ekki getur lifað af 80.000 þús. kr.á mánuði, eyðir bara í vitleysu”. Þetta var sagt á sínum tíma af einum þingmanni, sem aftur var kjörin á þing. Ef þú tryggðir viðkomandi aðila áframhaldandi setu á þingi og hefur þessi laun, þá ferð þú ekki í frí. vinur.

 

Eylandsbúinn er líka mjög ósáttur við að fá ekki að velja og hafna.

Þá hverfur hann til fortíðar “og heggur mann og annan.”

Hann er  í eðli sínu tryggur og trúr sínum uppruna. Hann er líka glysgjarn og hallur undir yfirstéttir sem hreinlega telja honum trú um að hann” Eylandsbúinn” hafi ekki nægt vit á stöðu mála hverju sinni.  Samanber sölu bankanna, sem var þó hans eign, og auðlindir hans eru undir hamrinum.

Ef ég væri leigubílstjóri þá gæti ég sagt með sanni að ekkert hefur breyst.  

Eylandsbúinn tekur sitt  lögbundna sumarfrí og  er nokkuð sáttur. Hann tekur líka jólahátíðinni fagnandi í svartasta skammdeginu og straujar kortin ótt og titt. Það kemur önnur vertíð eftir þessa og hún verður betri , bjartsýnin ræður ríkjum.

Því unir hann nokkuð glaður við sitt . En endirinn  boðar ekki þá hamingju sem Eylandsbúinn vill í raun að allar sögur endi á. Reikningurinn bíður. Góð vertíð, gos og hreint vatn svo ekki sé talað um OlÍU  getur  bjargar málum . Stöndum því vörð um auðlindir Eylandsins.


L.Í Ú. og Sjálfstæðisflokkurinn í eina sæng.

Nú í fréttum kemur skýrt fram að ekkert sé ath. við framlög útgerðafyrirtæka til Sjálfstæðisflokksins, því hann er trúr stefnunni að verja núverandi kvótakerfi, með því brýtur hann mannréttindi. Er sjálfstæðismönnum sama? Er ekki komin tími til að hann endurskoði stefnu sína sl. 26 ár?

Frábært veður hér þó að andi smá kulda í andlitið.

Kom heim á laugardag með Herjólfi sem bara hreyfðist ekki, það var reyndar norðanátt. Gott frí  og að mörgu að hyggja, þar á ég líka við hvað varðar pólitíkina. Eftir vel heppnað landsþing F.F. hefur ný stjórn tekið við og vil ég óska henni innilega  til hamingju. Nú er verið að vinna að framboðum sem víðast um landið og hér í Eyjum líka, hvað verður veit nú engin.

Eitt er þó á heinu að stefnumál Frjálslynda fl. standa upp úr og eiga enn fullt erindi til landsmanna allra. Peningar skipta miklu máli í kosningabaráttu s.b. styrki sem fjórflokkarnir hafa halað inn síðasl. ár. F.F. hefur ekki notið þeirra styrkja sem fyrirtæki landsins hafa ausið út til fjórflokkanna. Við byrjum með ekkert nema góð málefni, sem í raun skipta jú öllu máli. Berjast áfram fyrir að mannréttindi séu virt, heiðarleiki, gagnsæi og traust  sé haft að leiðarljósi. Ég treysti nýkjörinni stjórn F.F. þeim Sigurjóni, Ástu og Grétari að fara fram með fullum þunga, með stefnuskrá okkar að leiðarljósi. Kv Fv. ritari F. fl.


Frábær lausn á arfavitlausum samningi. Vil þjóðarafgreiðslu.

Hvað gerum við nú. ? Hræðumst hótannir Breta sem ekki mega við meira atvinnuleysi? -Hollendinga  sem ég í raun veit lítið um. Hver þeirra staða er önnur en Breta, nema hvað einhver stjórnarandstæðingur galaði hæðst, og þá gala allir hinir  gaukarnir. Lánast okkur nú að vera ein  þjóð í okkar landi, landi  sem er margbrotið, sem og við öll. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar vilji láta reyna á betri samninga? Ég hef sjálf þá trú að þeir verði í höfn, ef við stöndum saman, hvar í flokki sem við stöndum og hvaða skoðun sem við höfum á öðrum málefnum  þjóðfélagsins. Nú er samstaða allra okkar eina vopn. Vegni ykkur öllum vel á komandi ári, ári sóknar, nýbreytni og krafts.

Frjálslyndir áttu góðann fund í dag!

 Burt með AGS- "Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf" Það var yfirskrift frummælanda.

Ég er ekki hætt að BLOGGA.

Það virðist sem þungamiðja bloggheima  sé fallin hér á bloggsíðum MBL. En ég er ekki hætt. Nú tek ég þráðinn upp aftur, ræði  málefni líðandi stundar eins ég sé þau. Nú í dag er sú sýn  hörmung. Allt í biðstöðu og frystingu, Jú fiskur geymist lengi frystur,  en hann verður ekki betri söluvara eftir þá löngu bið.

Vinstri stjórn er glapræði nú, eina lausnin er að  þeirra mati , hækka skatta drepa allar framkvæmdir, já skattpína þær  fáu hræður sem en búa hér, og ætla að þrauka sveifluna. Ísland er bara smá Eyja, ekki íbúafjöldi sem þekkist í neinni smáborg annarstaðar. Förum að gera okkur grein fyrir því. Við verðum að vera  við sjálf og  afla tekna hér innanlands, við eigum auð, mannauð, auðlindir sem ekki mega tapast í höndum svartsýnismanna. Eflum okkur sjálf, þá getum við allt. Sjálfbær þróun er okkur öllum til heilla.


Allir komir til síns heima!

Þá er frábær Þjóðhátíð að baki og allir komir heim. Veðrið leik við hvern sinn fingur og gestir okkar áttu frábæra daga hér í Eyjum. Ég tel að þó mannfjöldinn hafið verið með meira móti fór hátíðin vel fram og allir skemmtu sér vel. Þakka gestum okkar fyrir komuna og sérlega góða framkomu, því 98,5% þjóðhátíða gesta voru sjálfum sér til sóma. Aftur að ári heyrðist oft og víða. Frábær hátíð, en allt tekur enda, þjóðhátíð eins og allt annað. Sjáumst að ári.

Ég nenni ekki að vera Íslendingur lengur___________-

Erum við að missa allt niður um okkur? Því eru mótmælin ekki eins auglýst  og þegar v_g ´tóku þátt.


Óverjandi staða.

Friðarbylting-- hvar er hún nú? Ekkert gengur upp hjá núverandi nýkjörinni stjórn, sem í raun er gjaldþrota, því ekkert er annað í þeirra hugaheimi en að selja landið okkar. Ég tek ekki þátt í þeim gjörningi.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband