Frábært veður hér þó að andi smá kulda í andlitið.

Kom heim á laugardag með Herjólfi sem bara hreyfðist ekki, það var reyndar norðanátt. Gott frí  og að mörgu að hyggja, þar á ég líka við hvað varðar pólitíkina. Eftir vel heppnað landsþing F.F. hefur ný stjórn tekið við og vil ég óska henni innilega  til hamingju. Nú er verið að vinna að framboðum sem víðast um landið og hér í Eyjum líka, hvað verður veit nú engin.

Eitt er þó á heinu að stefnumál Frjálslynda fl. standa upp úr og eiga enn fullt erindi til landsmanna allra. Peningar skipta miklu máli í kosningabaráttu s.b. styrki sem fjórflokkarnir hafa halað inn síðasl. ár. F.F. hefur ekki notið þeirra styrkja sem fyrirtæki landsins hafa ausið út til fjórflokkanna. Við byrjum með ekkert nema góð málefni, sem í raun skipta jú öllu máli. Berjast áfram fyrir að mannréttindi séu virt, heiðarleiki, gagnsæi og traust  sé haft að leiðarljósi. Ég treysti nýkjörinni stjórn F.F. þeim Sigurjóni, Ástu og Grétari að fara fram með fullum þunga, með stefnuskrá okkar að leiðarljósi. Kv Fv. ritari F. fl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband