Ég er ekki hætt að BLOGGA.

Það virðist sem þungamiðja bloggheima  sé fallin hér á bloggsíðum MBL. En ég er ekki hætt. Nú tek ég þráðinn upp aftur, ræði  málefni líðandi stundar eins ég sé þau. Nú í dag er sú sýn  hörmung. Allt í biðstöðu og frystingu, Jú fiskur geymist lengi frystur,  en hann verður ekki betri söluvara eftir þá löngu bið.

Vinstri stjórn er glapræði nú, eina lausnin er að  þeirra mati , hækka skatta drepa allar framkvæmdir, já skattpína þær  fáu hræður sem en búa hér, og ætla að þrauka sveifluna. Ísland er bara smá Eyja, ekki íbúafjöldi sem þekkist í neinni smáborg annarstaðar. Förum að gera okkur grein fyrir því. Við verðum að vera  við sjálf og  afla tekna hér innanlands, við eigum auð, mannauð, auðlindir sem ekki mega tapast í höndum svartsýnismanna. Eflum okkur sjálf, þá getum við allt. Sjálfbær þróun er okkur öllum til heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Hanna Birna, æfinlega !

Það er gott til þess að vita; að þú skulir vera haldin sömu þrákelkninni og ég, með því að þrjóskast hér áfram, á Mbl. vef, þó; þeir Hádegis móa menn, hafi lokað á fréttatengingu mína, vorið 2007, að þá mega þeir andskotar vita - að; víða um veröldu, má vísa til vandaðri frétta flutnings, en hjá þeim er að finna, til dæmis, í ýmsum íslenzku hérðasfrétta blaðanna, víða um land.

Með beztu kveðjum; til ykkar Eyverja, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband