Fyrningarleið?

Sat málþing sem haldið var hér í Eyjum og óska ég þeim aðilum sem að því stóðu til hamingju með þingið. Ég sem andmælandi núverandi ástands s.k. kvótakerfis, sem þjóðin hefur þurft að þola sl. 27 ár. Sjá milljónir streyma út úr greininni  frá þeim sem úthlutað fengu nýtingarrétti að auðlindinni. Getur einhver skýrt það út fyrir mér. að fá nýtingarrétt er það eignaréttur? á sá nýtingarréttur að erfast til þeirra sem aldrei hafa við sjómennsku unnið og í raun ekkert til hans unnið?  MÁLÞINGIÐ VAÐ MJÖG LITAРAF STUÐNINGSMÖNNUM  Á NÚVERANDI ÁSTANDI,  ÞÓ EKKI SÉ MEIRA SAGT.

Ég er ekki sammála þeirri  fyrningarleið sem núverandi stjórnarflokkar boða. Hvers vegna? Ég tel að stefna okkar F.F. hefði náð betri sátt  UM KERFIÐ og  sé sanngjarnari stefna. Því eiga þeir að verða fyrir fyrningu sem hafa alla tíð sótt þann afla sem þeim hefur verið úthlutað? Nýtt þann afla sem nýtingarréttur þeirra stendur til.

 Það á að innkalla kvóta þeirra sem eru búnir að veðsetja óveiddan fisk í sjónum, fram yfir getu og eru í raun gjaldþrota. Innkalla allan kvóta frá þeim sem ekki hafa stundað atvinnu sína og liggja bara við bryggju og leigja frá sér aflaheimildirnar. Það er ólýðandi, óþolandi, og okkur ekki sæmandi sem þjóð tækifæranna. Opna kerfið neðan frá, taka út úr kvóta t.d. löngu, ufsa skötusel og jafnvel ýsu allavega lýsu. Opna kerfið fyrir nýliðum, það á ekki að líðast að ein starfsgrein sé lokuð, enginn endurnýjuð, nema að þú sért fæddur/ fædd inn í arfa vitlaust kerfi.

Hver yrðu viðbrögð t.d. flugmanna, smiða, kennara, hjúkrunarfæðinga, lækna leikskólafólks  og svo má áfram telja, ef réttur til atvinnu væri aðeins hjá þeim sem byrjuðu vinnu á árunum 1980- 1990? Aðrir yrðu bara leiguliðar? Breyta verður kerfinu og burt með núverandi sérfræðinga hjá Hafró., stefna þeirra hefur fengið algjörlega fall-einkunn. Þegar starfsmenn skila ekki vinnu sinni taka þeir pokann sinn og hverfa til annaðra verka. Svo er sagt á sjómannamáli. Kv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband