30.5.2009 | 00:39
Nú er ég orðlaus!!!!!!!!!!
Já er er bara orðlaus, eftir allt hanagalið undanfarin misseri og sérlega í yfirhananum Steingrími J sem hefur haft hvað æðst um umhyggju og sérúrlausnir til handa þeim sem minna mega sín og allt það blaður sem allir nú þekkja, þá er bráðvandinn leystur með því hjá Háttvirtum Hana að leggja auknar álögur á þá sem treystu Vinstri Grænum fyrir sinni framtíð.
Það er óbærileg hugsun að núverandi stjórn sitji áfram. Hún er með gamlar úrsérgegnar lausnir, sem eru alls ekki neinar lausnir. Ég hafði að orði hér heima í kvöld" hvað væri Steingrímur nú búinn að hrópa og kalla út og suður, já í öllum fjölmiðlum eftir lausnum ef hann sæti ekki nú sjálfur í stjórn með aðalhænunni "heilögu Jóhönnu,, Eftir 30 ára setu hennar á þingi virðist ekkert hafa breyst?
Ég er bara orðlaus og vanmáttug, get alls ekki skilið val kjósenda að koma þessari fagurgalastjórn á. Hún er algjörlega ráðlaus og stendur ekki undir umbúðunum sjálfum.
En ég vil segja að lokum" Eygló þú stóðst þig vel í dag,, talaðir fyrir stefnu okkar í Frjálslynda fl. og vonandi verður áframhald á því hjá ykkur Framsóknarmönnum . Ég hef þá trú á meðan þið eruð í stjórnarandstöðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir "í stjórnarandstöðu " kv .
Georg Eiður Arnarson, 30.5.2009 kl. 23:06
Sæl Hanna Birna. Það er bara þannig að það er ekkert að marka það sem menn segja. Spurningin er hvað menn gera. Framsókn hefur haft sérlega góða aðlögunarhæfni að skoðunum annarra flokka og þessvegna gat flokkurinn verið lengi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að ná sínum stefnumálum fram s.s. landsbyggðamálum. En auðvitað eru orð til alls fyrst og við getum haldið áfram að vona. Sjómannadagskveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 7.6.2009 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.