8.4.2009 | 23:18
Kosningarsjónvarp.Kolbrún til hamingju.
Nú sátu fyrir svörum fulltrúar flokkanna frá Kraganum svokallaða. Ekki var skoðunarkönnun okkur Frjálslyndum í hag, en málflutningur okkar fulltrúa var okkur öllum til sóma. Ef fólk vill í raun breytingar þá hlýtur það að hlusta eftir úrbótum, lausnum en ekki fagurgala fjórflokkanna. Kolbrún Stefánsd. sem skipar fyrsta sæti á okkar lista stóð sig þvílík vel að ef málflutningur hennar þar sem hún lýsti stefnumálum okkar Frjálslyndra hristir ekki upp í þér sem kjósenda þá vilt þú engar breytingar. Var ekki krafan; breytingar"
Hverju vilt þú kjósandi góður breyta? Hafa áfram fjórflokkanna við stjórnvöldin? Skiptir ekki máli hvort S með VG eða D með B - D með VG eða Vg með B sama úrræðaleysið ræður ríkjum. Engin sátt um neina hluti er hjá þessum flokkum. Áfram höldum við þá í skoðunarleiðangur sem er endalaus. Afnemum verðtryggingu, innköllum kvótann því hann er hvort sem er veðsetur og allt í skuld, setjum skuldir heimila á biðreikning og aukum aflaheimildir. Hefjum nýliðun í greininni sem eru sjálfsögð mannréttindi að ekki sé ein grein ( sjávarútvegur) lokuð fyrir nýliðun.Til hamingju Kolbrún X-F
Athugasemdir
Sæl mín kæra, finnst þér í lagi að sú sem skipar fyrsta sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir FF og var skipuð varaformaður á s.l. miðstjórnarfundi fari til Spánar í 10 dag til að spila golf í lok kosningabáráttunnar? Og það nýjasta er að nú er framkvæmdastjóri flokksins kominn í frí Hvar endar þetta
Með páskakveðjum og knúsi til þín og þinna.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 11.4.2009 kl. 22:57
Finnst þér í lagi Ásgerður Jóna Flosadóttir að að þú sem, þá verandi formaður LKF hafir rekið, upp á þitt eindæmi konu úr stjórn landssambandsins með tölvu pósti.? Það var virkilega undarlegt að lesa þína yfirlýsingu á dv.is að þú teldir að, hvernig var þetta orðað Ásgerður hjá þér, að það þyrfti að virða rétt fólks í flokknum og fara eftir reglum. Þú gerið það ekki einu sinni sjálf. Sif og fleriri hafa sagt frá því hvernig þú starfar. Talandi um Spán og frí. Hvernig var það með þig og þegar þú varst rekin úr mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur? Og þegar þú varst kosinn sem varaformaður Frjálslynda flokksins? Gast ekki axlað ábyrgð og hættir! Fyrir mér ert þú ómerkileg kona með minnimáttarkend. Hvar endar þú? Í Sjálfstæðisflokknum með Jóni? Ha, ha,....
Helgi
helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:20
Sæl Hanna Birna. Bestu þakkir fyrir hamingjuóskir og hlý orð. Ég sé að Helgi hefur svarað Ásgerði sem einhverra hluta vegna hefur mikla þörf , nema það sé vinnan hennar, að hnýta í fyrrum félaga sína. Þær bíta fastast nöðrurnar sem maður elur við brjóstið. Hún sem mátti ekki vera að því að klára að sitja landsþingið sem hún var kosin varaformaður á. Hún hvarf bara eftir að hún var búin að hneigja sig í sjónvarpsmyndavélarnar. Það er mikill metnaður fyrir hönd okkar flokks sem hún og fleiri Sögumenn hafa og það svo að þau ætla að sleppa sér yfir að ég tók tvo virka daga í frí umfram páskadagana. Frí sem búið var að ganga frá áður en stjórnarslit urðu hvað þá ákveðnar kosningar. En það vantar eitthvað heitt í umræðuna á Sögurásinni til að þau geti farið að æpa. Ég er löngu hætt að hlusta á þessa rás og vona að sem flestir sæki sér ábyrgari fréttaflutning annarsstaðar. Með góðri kveðju Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.4.2009 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.