6.4.2009 | 21:27
Amen og aftur Amen! Sigurjón þú stóðst þig vel. Til hamingju Frjálslyndir.Ég vil breytingar, en þú?
Ekki virðast fjórflokkarnir ætla að snúa af þeirri leið sem kom okkur sem þjóð í þrot, loðin svör og skoðun en í gangi á hinum ýmsu málum er þeirra stefnuskrá. Ekki vil ég trúa að Íslendingar ætli en og aftur að falla í þá gryfju að leggja þessari stefnu, gjaldþrotastefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda brautargengi áfram. (skoðunarstefnu þeirra sem hér hafa ráðið ríkjum sl. áratugi) Samfylking og VG með stuðningi Framsóknar tók við og var bráðabirgðastjórn fram að kosningum( Sem ég tel óráð) en hagar sér sem meirihlutastjórn í öllum sínum málflutningi og gjörðum til að auglýsa sig fyrir kosningar.
Ekki ætla ég að setja útá konuna sem reynir nú að stjórna og efla Samfylkinguna, en ekki gleymi ég hennar kerfi sem bar nafnið breytt húsnæðiskerfi ( Húsbréfakerfi) þar sem pappírspeningar reðu ríkjum, þar sem tugir einstaklingar töpuðu fleiri hundruð þúsundum upp í miljónir. Nú liggja fumkenndar lausnir í loftinu og því miður er ekkert í hendi. Auðlindir okkar eru fráteknar fyrir fáa útvalda því ekki er lausn, því síður vilji hjá fjórflokkunum að breyta sinni áratuga gjaldþrotastefnu þjóðinni í hag. Nei allt er til skoðunar. Ég vil breytingar en þú?
Ef við fáum að virkja auðlindir okkar til handa fólkinu í landinu er ég ekki hrædd við kreppuástand. Við eigum mikinn auð og hann eigum við að FÁ að virkja og og okkar afkomendum til heilla. Burt með þá sem selja vilja landið okkar til að sleppa við óþægilega vinnu. Íslendingar eiga rétt á að virkja og starfa við auðlindir sínar og það á að vera okkar val hvaða peningamynt hentar okkur í framtíð ef litla fallega krónan er of lítil fyrir framtíðina. Kær kveðja til þín kjósandi góður. HBJ ritari Frjálslynda flokksins.
Athugasemdir
Sammála Sigurjón Stóð sig vel. Mikið er þetta allt saman klisjukennt og sömu tuggurnar aftur og aftur. Vonandi vill fólk sjá breytingar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2009 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.