Ekki veit ég lausnina en!!

Margt og mikið hefur nú gerst í okkar þjóðfélagi síðan ég bloggaði síðast. Það er bara grátlegt að hlusta á sömu skýringarnar, útlistanir þeirra sem enn eru á leiðinni að laga stöðu heimilanna, þeirra sem með fagurgala einum lofuðu Skjaldborginni miklu fyrir heimilin í landinu. Hvað hefur gerst? EKKERT nema að frýja þá ríku frá eignartjóni. Við erum reið sem er skiljanlegt, því fólkið sér á eftir sínu striti verða að engu á meðan þeir sem nóg hafa og hafa haft ætla að sleppa við að greiða þjóðinni það sem hún á inni hjá þeim.

Það var sorglegt að ekki var hægt að mynda hér verkefnastjórn, ég tel að þegar heil þjóð lendir í mafíu ættu allir að taka höndum saman og leggja flokkadrætti til hliðar. Það ætti að vera krafa kjósenda að nú yrði mynduð samstarfsstjórn um þau brýnu verkefni sem við stöndum frammi fyrir fram að nýjum kosningum sem hægt væri að sitja á t.d. í mai n.k.

Verkefnin yrðu ekki fleiri en t.d. fimm: Leiðrétta öll lán. Miða við stöðu þeirra 2oo8 Byrja að losa okkur við verðtryggingu. Kanna starfsemi Lífeyrissjóða, sameina þá og koma á að þeir sem Lífeyrissjóðina eiga fái sæti í stjórn þeirra. Koma atvinnulífinu af stað með markvissi atvinnustefnu. Koma þeim verkefnum í gang sem tilbúinn eru. Breyta gjaldþrotalögum.  Svo mætti lengi vinsa úr, og þetta er bara  smá brot af þeim verkum sem vinna verður að og  þeir sem kosnir eru á löggjafaþing okkar ættu að sjá sóma sinn í að vinna. Hætta þessu kjaftaði frá morgni til kvölds, í öllum frétta tímum og blöðin full af sama bullinu. Þetta er mín tillaga áður en þjóðin hreinlega springur úr reiði. NÚNA verður að vinna. Ekki lengur--við erum að-- heldur við gerum.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband