Þetta er reyndar ritað fyrir tveim árum eða svo. En-? Það fer að líða að sumarfríum.

Sumarfrí!!!!!.

Þegar þetta er ritað er sumarið svo sannarlega komið hér hjá okkur í Vestmannaeyjum.

Himininn heiður og tær. Sólin skín glatt á menn og dýr. Þó svo að hitinn nái nú ekki tveggja stafa tölu.  

Hestarnir rölta  um áhyggjulausir og bíða eftir að fá að  spretta úr spori í komandi  blíðu. Lömbin dafna vel og kunna að meta blíðuna.

Með hækkandi sól   lifnar  allt við. Eftir leiðinda vetur  tökum við því fagnandi á móti sumri.

Bjartsýnin tekur því völdin og  umræðan um leiðindamál  er ýtt til hliðar.  

Umræðan um að Herjólfur sé fyrst og fremst okkar þjóðvegur , já til þjónustu íbúum Vestmanneyja, en ekki gámaflutningaskip gleymist.

Það gleymist þó ekki   að hann er  alltof lítill á þeim annatíma sem framundan er, íbúar Eyjunnar komast  nefnilega ekki til né frá sinni heimabyggð  þegar þeim hentar,

og  ekki er útlit fyrir að sett verði á þriðja ferðin  þegar verst lætur.

Jarðgöng milli lands og Eyja liggja auðvitað enn undir sjávarmáli.

 Samgöngumálin eru því miður enn óleyst, og verða eftir sumarfrí.

Það er svo stutt  þetta sumarfrí og ekki hægt að eyðileggja það með  að veltast með það sem betur hefði mátt fara s.l. vetur.  Nei takk. Ekki nenni ég að taka þátt í því núna  ég er að fara í frí.  

Við bara förum að pakka niður, og höldum út í sólina meðan tími er til.   

Öll leiðindamál samfélagsins verða að bíða.  

 Því líður   þessi stutti sumartími okkar  eins og dögg fyrir sólu,  og áður en við vitum , er aftur komin Þjóðhátíð , aftur kominn vetur og ekkert hefur breyst.   Vandamálinn bíða..

 Sumarfrí Eylandsbúans FER Í HÖND. 

Hann fer ekki í frí á vegum embætta sinna. Hann tekur sitt lögbundna frí með Vísa eða Euró, en því miður greiða kortin ekki dagpeninga til maka.

En  það er allt hægt með kortum, það er auglýst., ef þú bara borgar sjálfur.

 

Eylandsbúinn telur sig  búa í sanngjörnu lýðræðisríki sem gefur honum tækifæri að komast í sitt lögbundna frí.  Reyndar veit hann að um leið og Alþingi kemur aftur saman verður  fyrsta umræða á hinu háa alþingi  um að  eyðslan  sem hann  leyfði sér að viðhafa í þessu lögbundna fríi sínu kom þjóðarskútunni á hvolf.. Sparaðu maður.! Þarftu endilega að fara í frí?

“Sá sem ekki getur lifað af 80.000 þús. kr.á mánuði, eyðir bara í vitleysu”. Þetta var sagt á sínum tíma af einum þingmanni, sem aftur var kjörin á þing. Ef þú tryggðir viðkomandi aðila áframhaldandi setu á þingi og hefur þessi laun, þá ferð þú ekki í frí. vinur.

 

Eylandsbúinn er líka mjög ósáttur við að fá ekki að velja og hafna.

Þá hverfur hann til fortíðar “og heggur mann og annan.”

Hann er  í eðli sínu tryggur og trúr sínum uppruna. Hann er líka glysgjarn og hallur undir yfirstéttir sem hreinlega telja honum trú um að hann” Eylandsbúinn” hafi ekki nægt vit á stöðu mála hverju sinni.  Samanber sölu bankanna, sem var þó hans eign, og auðlindir hans eru undir hamrinum.

Ef ég væri leigubílstjóri þá gæti ég sagt með sanni að ekkert hefur breyst.  

Eylandsbúinn tekur sitt  lögbundna sumarfrí og  er nokkuð sáttur. Hann tekur líka jólahátíðinni fagnandi í svartasta skammdeginu og straujar kortin ótt og titt. Það kemur önnur vertíð eftir þessa og hún verður betri , bjartsýnin ræður ríkjum.

Því unir hann nokkuð glaður við sitt . En endirinn  boðar ekki þá hamingju sem Eylandsbúinn vill í raun að allar sögur endi á. Reikningurinn bíður. Góð vertíð, gos og hreint vatn svo ekki sé talað um OlÍU  getur  bjargar málum . Stöndum því vörð um auðlindir Eylandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég verð að segja eins og er, að ég hugsa til þess með hryllingi þegar Bakkafjaran verður tekin í gagnið.  Það var sagt upp samningnum við Þorlákshöfn löngu áður en ljóst var hvort hafnaraðstaðan í Bakkafjöru yrði tilbúin eða ekki, síðan hefur orðið eldgos og tafir á framkvæmdum og efni sem átti að nota skolaðist á haf út.  Það á að nota "gamla og úr sér gengna ferju" TIL AÐ BYRJA MEÐ, en hvað er þetta til að byrja með langur tími?????  Allt er þetta hið undarlegasta mál og ég er hræddur um að nú sé búið að koma samgöngumálum ykkar Vestmannaeyinga aftur á þann stað þegar Skaftfellingur var í gangi.

Jóhann Elíasson, 2.5.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband