7.6.2009 | 14:52
Fyrningarleið?
Sat málþing sem haldið var hér í Eyjum og óska ég þeim aðilum sem að því stóðu til hamingju með þingið. Ég sem andmælandi núverandi ástands s.k. kvótakerfis, sem þjóðin hefur þurft að þola sl. 27 ár. Sjá milljónir streyma út úr greininni frá þeim sem úthlutað fengu nýtingarrétti að auðlindinni. Getur einhver skýrt það út fyrir mér. að fá nýtingarrétt er það eignaréttur? á sá nýtingarréttur að erfast til þeirra sem aldrei hafa við sjómennsku unnið og í raun ekkert til hans unnið? MÁLÞINGIÐ VAÐ MJÖG LITAÐ AF STUÐNINGSMÖNNUM Á NÚVERANDI ÁSTANDI, ÞÓ EKKI SÉ MEIRA SAGT.
Ég er ekki sammála þeirri fyrningarleið sem núverandi stjórnarflokkar boða. Hvers vegna? Ég tel að stefna okkar F.F. hefði náð betri sátt UM KERFIÐ og sé sanngjarnari stefna. Því eiga þeir að verða fyrir fyrningu sem hafa alla tíð sótt þann afla sem þeim hefur verið úthlutað? Nýtt þann afla sem nýtingarréttur þeirra stendur til.
Það á að innkalla kvóta þeirra sem eru búnir að veðsetja óveiddan fisk í sjónum, fram yfir getu og eru í raun gjaldþrota. Innkalla allan kvóta frá þeim sem ekki hafa stundað atvinnu sína og liggja bara við bryggju og leigja frá sér aflaheimildirnar. Það er ólýðandi, óþolandi, og okkur ekki sæmandi sem þjóð tækifæranna. Opna kerfið neðan frá, taka út úr kvóta t.d. löngu, ufsa skötusel og jafnvel ýsu allavega lýsu. Opna kerfið fyrir nýliðum, það á ekki að líðast að ein starfsgrein sé lokuð, enginn endurnýjuð, nema að þú sért fæddur/ fædd inn í arfa vitlaust kerfi.
Hver yrðu viðbrögð t.d. flugmanna, smiða, kennara, hjúkrunarfæðinga, lækna leikskólafólks og svo má áfram telja, ef réttur til atvinnu væri aðeins hjá þeim sem byrjuðu vinnu á árunum 1980- 1990? Aðrir yrðu bara leiguliðar? Breyta verður kerfinu og burt með núverandi sérfræðinga hjá Hafró., stefna þeirra hefur fengið algjörlega fall-einkunn. Þegar starfsmenn skila ekki vinnu sinni taka þeir pokann sinn og hverfa til annaðra verka. Svo er sagt á sjómannamáli. Kv
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2009 | 15:01
Hér er hátíð sjómanna í fullum gangi. Eyjarnar skarta sínu fegursta þeim til heiðurs.
- Örstutt hugleiðing frá Hönnu Birnu núverandi ritara F.F. Hún tók sæti á Alþingi 4. feb.2008 fyrir Grétar Mar.
Kemur hún inn á lífið sem sjómannskonur lifðu og lifa enn í dag, með eiginmenn og oft syni á sjó. Í öllum veðrum sækja þeir fram og koma með björg í bú, hljóðir um erfiðið en stoltir og bera höfuðið hátt, enda undirstaða þess að hér geti þrifist blómlegur sjávarútvegur.
Sjómanns - og stjórnmálakona
Hanna Birna ritari FF. |
Reykjavíkurmærin.
Ég þekkti nú lítið til sjómennsku á þeim tíma en hafði ofurtrú á mínum manni sem var í kennaranámi þá, en sjómennskan varð huga hans yfirsterkari. Hér í Vestmannaeyjum lærði ég að vinna fisk en gat nú reyndar aldrei flakað vel. Var alls ekki með góða nýtingu og ég fékk að heyra það frá Einari heitnum Hannessyni verkstjóra þeim mikla öðlingi sem er saknað af mörgum. Ég saltaði síld, pakkaði loðnu og loðnuhrognum. Staflaði saltfiskstæðum í Sælahúsinu og gæfa mín gegnum árin var að með mér voru ávallt afskaplega skemmtilegir og hjálplegir vinnufélagar.
Heima var ég að reyta lunda og hamfletta. Verka fýlinn og salta hann niður í tunnu með yfirumsjón og tilsögn tengdaforeldra minna Óla heitins og Önnu Svölu í Suðurgarði. Einnig skar ég af netum heima í bílskúr. Það hefur fylgt mér æ síðan, hugsunin um ráðdeildina, vinnusemina og að gera mikið úr litlu sem foreldrar og tengdaforeldrar mínir kenndu mér. Þegar tími var til æfði ég og tók þátt í starfi Samkórs Vestmannaeyja og var með í fyrstu plötuútgáfu kórsins. Tróð upp á leiksviði með Leikfélagi Vestmannaeyja og spilaði bridge, reyndar ekki mjög góð en var með.
Skin og skúrir
En lífið var ekki bara rómantískt Eyjalíf, í lífinu hjá mér skiptust á skin og skúrir eins og svo mörgum. Þegar á bjátar er mikilvægt að hafa trú. Eins og fyrr segir þekkti ég lítið til sjómennsku þegar ég ákvað að gerast sjómannskona. En fljótlega tók ég þá ákvörðun að hræðast ekki sjóinn og hafa þá trú númer eitt að maðurinn minn kæmi ávallt heim eftir hvern róður.
Öðruvísi hefði ég ekki getað sinnt þremur börnum, unnið mína vinnu og sinnt mínum áhugamálum. Að lifa lífinu hrædd gengur ekki til lengdar. Sem betur fer hefur hafið verið mér og mínum vinveitt þó að því miður hafa ekki allir verið það lánsamir í kringum okkur.
Hringing síðla mætur.
Síðla nætur í marsmánuði 1975 vaknaði ég við símhringingu sem er mér afar minnisstæð. Addi Óli var þá stýrimaður á Ísleifi Ve. og í símanum var Leifur Ársælsson stórútgerðarmaður er gerði Ísleif út.,, Hanna mín," sagði hann, Ísleifur strandaði við Ingólfshöfða í nótt allt er í lagi með áhöfnina allavega eins og er.
Svo mikla trú hafði ég á að ekkert kæmi fyrir hann Adda minn að ég gat sagt án þess að hugsa, Hann Addi bjargar því. Sem betur fór varð ekki stórslys í þetta skiptið.
Trúin á okkur sjálf og samfélagið.
En við sem eigum ástvini okkar á sjó vitum hvað sjórinn getur gefið og hvað hann getur tekið. Það er okkar tilvera . Höfum trú og framfylgjum henni. Það hefur hjálpar mér og það hjálpar þér líka. Það opnast ávallt aðrir gluggar þegar hinir lokast.
Óska ykkur alls hins besta og eigið gleðilega sjómannahelgi. Hanna Birna. (Grein sem birtist í Gullkistunni sjómannbl. F.F.<)
30.5.2009 | 00:39
Nú er ég orðlaus!!!!!!!!!!
Já er er bara orðlaus, eftir allt hanagalið undanfarin misseri og sérlega í yfirhananum Steingrími J sem hefur haft hvað æðst um umhyggju og sérúrlausnir til handa þeim sem minna mega sín og allt það blaður sem allir nú þekkja, þá er bráðvandinn leystur með því hjá Háttvirtum Hana að leggja auknar álögur á þá sem treystu Vinstri Grænum fyrir sinni framtíð.
Það er óbærileg hugsun að núverandi stjórn sitji áfram. Hún er með gamlar úrsérgegnar lausnir, sem eru alls ekki neinar lausnir. Ég hafði að orði hér heima í kvöld" hvað væri Steingrímur nú búinn að hrópa og kalla út og suður, já í öllum fjölmiðlum eftir lausnum ef hann sæti ekki nú sjálfur í stjórn með aðalhænunni "heilögu Jóhönnu,, Eftir 30 ára setu hennar á þingi virðist ekkert hafa breyst?
Ég er bara orðlaus og vanmáttug, get alls ekki skilið val kjósenda að koma þessari fagurgalastjórn á. Hún er algjörlega ráðlaus og stendur ekki undir umbúðunum sjálfum.
En ég vil segja að lokum" Eygló þú stóðst þig vel í dag,, talaðir fyrir stefnu okkar í Frjálslynda fl. og vonandi verður áframhald á því hjá ykkur Framsóknarmönnum . Ég hef þá trú á meðan þið eruð í stjórnarandstöðu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2009 | 01:11
Í.B.V vann sinn fyrsta sigur, en ekki þann síðasta.
30.4.2009 | 01:00
Í lok kosninga. Er komin heim í nokkra daga frí.
Vegna vinnu minnar er ég ekki í netsambandi og hef því lítið getað tekið þátt í umræðu ykkar fyrir kosningar og eftir. Ég var alls ekki glöð eftir að talið var upp úr kjörkössunum. Ég var á næturvakt þegar Frjálslyndir misstu allt sitt. Margar skoðanir eru uppi hvers vegna? Sumir fara auðveldu leiðina og kenna forystu flokksins um.
Frjálslyndi flokkurinn hefur staðið og barist fyrir góðum málefnum og hefur góða málefnastöðu, sem hægt er að sanna með því að stærri flokkarnir eru nú farnir að eigna sér þau málefni, reyndar ekki enn að halda landinu í byggð, og hafa því enga byggðastefnu.
Ekki er hægt að greiða að venjulegu húsnæðisláni með að fara í viðhald húsa eða umhverfis, það skilar ekki þeim tekjum sem til þarf að reka venjulegt heimili.. En að leyfa einstaklingum að bjarga sér sjálfir með því t.d. að veiða sér fisk í okkar sameiginlegu auðlind gæti hjálpað mörgum. Að loka einni atvinnugrein er ekki viðunandi og áfram verður barist fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum. ( Ekki hefur ríkisstjórn Íslands en svara mannréttindanefnd sem gerði ath. við núverandi stjórn fiskveiða)
Ég tel að við sem unnið hafa og viljum vinna áfram að okkar góðu málefnum Frjálsynda flokksins fögnum ekki í framtíð liðsauka sem er aðeins að vinna sjálfum sér brautargengis vegna góðrar málefnastöðu okkar. Eitt vil ég sérstaklega benda á og vona að sú nefnd sem hingað var send til að fylgjast með sl. kosningum,--kanni hver þáttur fjölmiðla er fyrir kosningar og á kjörtímabilinu. Fulltrúar Frjálslynda flokksins voru algjörlega hunsaðir nema ef hægt var að velta sér upp úr illdeilum nýrra meðlima flokksins. Frjálslyndir voru útilokaðir í umræðuþáttum. Það var búið að ákveða að taka okkur af lífi fyrir löngu, Það er aðeins kvennalistinn sem lengur hefur staðið af sér árásir fjórflokkanna en Frjálslyndi flokkurinn. Svo talar fólk um lýðræði?
Nú er landið okkar stjórnlaust og ekki virðist það skipta neinu máli núna þegar þeir sem unnu kosningarnar þrefa og þrasa um ESB, sem í raun skiptir okkur alls engu máli. Það þarf að taka til heima fyrir, skúra, skrúbba og bóna áður en við höfum efni á svona kjaftæði. Heimilum landsins blæðir, fyrirtækin óstarfhæf, bankarnir févana en heilög Jóhanna situr og þrefar um ESB. Þvílík skömm Samfylking og VG. Gefið umboðið öðrum núna það getur vart orðið verra, þó ekki sé inn í auðugan garð að stíga. Ég er tilbúin að berja tómar tunnur eða dósir núna á Austurvelli.
Við Frjálslynd vorum í ólgusjó, góður skipsstjóri yfirgefur ekki skip sitt við þær aðstæður og ef áhöfnin er samhent þá bryðst hún í gegnum hafrótina að landi.
Það er það sem við í Frjálslynda flokknum munum gera því málefnin okkar stuðla að betra og réttlátara samfélagi og eiga og verða að heyrast.
Ég vil þakka ykkur öllum sem tóku þátt í starfi fyrir flokkinn. Ykkar framlag til framtíðar er það sem flokkurinn þarf á að halda. Okkar er framtíðin ef við stöndum saman um málefnin, þau eiga svo fyllilega erindi í okkar samfélagi. Það er enginn annar flokkur sem kemur til með að berjast fyrir þeim. Kv. til ykkar allra og hafið þökk fyrir ykkar vinnu og stuðning við málefnastefnu Frjálslynda flokksins. Við höfum allt að vinna engu að tapa. XF fyrir framtíðarsýn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2009 | 23:18
Kosningarsjónvarp.Kolbrún til hamingju.
Nú sátu fyrir svörum fulltrúar flokkanna frá Kraganum svokallaða. Ekki var skoðunarkönnun okkur Frjálslyndum í hag, en málflutningur okkar fulltrúa var okkur öllum til sóma. Ef fólk vill í raun breytingar þá hlýtur það að hlusta eftir úrbótum, lausnum en ekki fagurgala fjórflokkanna. Kolbrún Stefánsd. sem skipar fyrsta sæti á okkar lista stóð sig þvílík vel að ef málflutningur hennar þar sem hún lýsti stefnumálum okkar Frjálslyndra hristir ekki upp í þér sem kjósenda þá vilt þú engar breytingar. Var ekki krafan; breytingar"
Hverju vilt þú kjósandi góður breyta? Hafa áfram fjórflokkanna við stjórnvöldin? Skiptir ekki máli hvort S með VG eða D með B - D með VG eða Vg með B sama úrræðaleysið ræður ríkjum. Engin sátt um neina hluti er hjá þessum flokkum. Áfram höldum við þá í skoðunarleiðangur sem er endalaus. Afnemum verðtryggingu, innköllum kvótann því hann er hvort sem er veðsetur og allt í skuld, setjum skuldir heimila á biðreikning og aukum aflaheimildir. Hefjum nýliðun í greininni sem eru sjálfsögð mannréttindi að ekki sé ein grein ( sjávarútvegur) lokuð fyrir nýliðun.Til hamingju Kolbrún X-F
Bloggar | Breytt 9.4.2009 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2009 | 21:27
Amen og aftur Amen! Sigurjón þú stóðst þig vel. Til hamingju Frjálslyndir.Ég vil breytingar, en þú?
Ekki virðast fjórflokkarnir ætla að snúa af þeirri leið sem kom okkur sem þjóð í þrot, loðin svör og skoðun en í gangi á hinum ýmsu málum er þeirra stefnuskrá. Ekki vil ég trúa að Íslendingar ætli en og aftur að falla í þá gryfju að leggja þessari stefnu, gjaldþrotastefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda brautargengi áfram. (skoðunarstefnu þeirra sem hér hafa ráðið ríkjum sl. áratugi) Samfylking og VG með stuðningi Framsóknar tók við og var bráðabirgðastjórn fram að kosningum( Sem ég tel óráð) en hagar sér sem meirihlutastjórn í öllum sínum málflutningi og gjörðum til að auglýsa sig fyrir kosningar.
Ekki ætla ég að setja útá konuna sem reynir nú að stjórna og efla Samfylkinguna, en ekki gleymi ég hennar kerfi sem bar nafnið breytt húsnæðiskerfi ( Húsbréfakerfi) þar sem pappírspeningar reðu ríkjum, þar sem tugir einstaklingar töpuðu fleiri hundruð þúsundum upp í miljónir. Nú liggja fumkenndar lausnir í loftinu og því miður er ekkert í hendi. Auðlindir okkar eru fráteknar fyrir fáa útvalda því ekki er lausn, því síður vilji hjá fjórflokkunum að breyta sinni áratuga gjaldþrotastefnu þjóðinni í hag. Nei allt er til skoðunar. Ég vil breytingar en þú?
Ef við fáum að virkja auðlindir okkar til handa fólkinu í landinu er ég ekki hrædd við kreppuástand. Við eigum mikinn auð og hann eigum við að FÁ að virkja og og okkar afkomendum til heilla. Burt með þá sem selja vilja landið okkar til að sleppa við óþægilega vinnu. Íslendingar eiga rétt á að virkja og starfa við auðlindir sínar og það á að vera okkar val hvaða peningamynt hentar okkur í framtíð ef litla fallega krónan er of lítil fyrir framtíðina. Kær kveðja til þín kjósandi góður. HBJ ritari Frjálslynda flokksins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2009 | 00:01
Komin heim.Framundan er landsþing Frjálslynda fl. Ég býð mig fram í stöðu ritara flokksins.
Síðan mín hefur ekki verið virk undanfarið vegna vinnu minnar annars staðar, utan heimabyggðar.Gott væri nú ef frumvarp Guðjóns Arnars formanns Frjálslynda flokksins hefði fengi brautargengi á alþingi að draga ferðakostnað vegna vinnu frá skatti. En því miður fékk það frumvarp sömu afgreiðslu og allt sem frá þingmönnum Frjálslynda flokksins hefur fengið- hunsað. Nú bendir allt til að á 10 ára afmæli flokksins lognist hann útaf, það vilja mjög margir andstæðingar okkar. Fjölmiðlar hafa t.d. algjörlega hunsað þingmenn og stefnumál Frjálslyndra. Innanflokksátök hefur skaðað okkar góðu stefnumál og því miður hefur fólk valist til ábyrgðar sem ekki stóð undir þeim væntingum að efla og styrkja málefnastöðu okkar sem ég tel þá heiðarlegustu og hún er raunsæ.
Þjóðin hefur nú fallið í djúpan skít vegna andvaraleysis stjórnvalda, græðgi og fyrirgreiðsla auðmanna hefur hér ráðið atburðarrásinni sem gerir íslenska þegna að stórskuldurum. Frjálslyndir vöruðu við skuldsetningu þjóðarinnar t.d. í sjávarútvegi sem nú er staðfest af sérfræðingum að tryllingurinn byrjaði með framsali aflaheimilda.
Stefna Frjálslynda flokksins á en fullt erindi til þjóðarinnar nú sem fyrr og nú hafa þeir yfirgefið málstaðin sem ekki töldu sig geta unað jöfnuði til handa öllum. Innbyrðisátökum er þar með lokið og við sem trúum og viljum berjast fyrir okkar góðu stefnumálum fáum nú frið til þess. Landsþing okkar verður haldið nk.helgi og á ég von á góðu þingi í friðsömu og góðu umhverfi sem Stykkishólmur býr yfir. Þaðan er nú fyrrverandi forseti alþingis Sturla Böðvarsson og ég sjálf á ættir mínar til staðarins. Með heiðarlegu baráttufólki vinnum við sigur. Það er mín trú. Taktu þátt í breytingum til hins betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.1.2009 | 19:07
Er fjölmiðlastjórnin að taka við?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2009 | 18:01
Er þjóðstjórn vænlegasti kosturinn fram að kosningum?
Ég tel að allir flokkar eigi nú að taka höndum saman og takast við það verkefni sem framundan er, en hefur því miður ekki verið haft að leiðarljósi á þeim ógnartíma sem þjóðin hefur og er að ganga í gegnum. ´Stjórnarflokkarnir( fyrv.) hafa því miður haft öðrum hnöppum að hneppa. (að rífast innbyrgðist) Ég fer bara með bæninar mína 10 sinnum oftar ef Samfylking og V-G ætla að moða úr ástandinu núna. Trúlega Ögmund sem félagsráðherra? vegna góðra samninga undanfarina ára fyrir hönd B.S.R.B. manna. Svei. Og Jóhönnu Húsbréfafrömuð forðum, sem einstaklingar töpuðu miljónum á gengi húsbréfa. Og það tekur út fyrir allt, að andlitslyfting Framsóknar styðji að eigin frumkvæði slíka stjórn. En henni líkt.Framsókn er og verður ávalt opin í báða enda. Vilja inngöngu í Esb.? vilja skoða? vilja bíða? En ég óska nýjum formanni þeirra velfarnaðar, og nýjum ritara, til hamingju Eygló.
Frjálslyndir hafna inngöngu. Frjálslyndir lögðu til aukningu aflaheimilda( sem nú er orðið að veruleika) Þeir vilja verðtryggingu lána burt. Breytingar á kvótakerfinu sem hefur á engan hátt staðið undir væntingum. Innkalla allan kvóta vegna skulda útgerðarinnar, sem búin er að veðsetja óveiddan fisk í sjónum og skuldir sjávarútvegsins standa í miljörðum. Breyta verður stjórnarskrá okkar til að staðfesta að auðlindir landsins verði þjóðareign áður en að viðræðum verður um inngöngu í bandalagið. og sv.frv. Það fylgi sem V-G svífa nú á um loftin blá er fjölmiðlafylgi, því ekki hefur hundur mátt reka við svo ekki sé talað við Steingrím grimma um ástandið. Ætla má að Steingrímur hafi einn verið í stjórnarandstöðu, og hann einn hafi skoðun. Ekki hafa V-G stutt tillögur Frjálslynda fl. á þingi um úrbætur og stefnu. Ekki hef ég heyrt neinar lausnir hjá V-G. nema að eigna sér tillögur Frjálslynda fl. og skila láni frá Alþ. bankanum. Nei ef af samsteypustjórn Samfylkingar-V-G með Framsókn sem hækju erum við í vondum málum. Mín skoðun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)