Í lok kosninga. Er komin heim í nokkra daga frí.

Vegna vinnu minnar er ég ekki í netsambandi og hef því lítið getað tekið þátt í umræðu ykkar fyrir kosningar og eftir.  Ég var alls ekki glöð eftir að talið var upp úr kjörkössunum.  Ég var á næturvakt þegar Frjálslyndir misstu allt sitt. Margar skoðanir eru uppi hvers vegna? Sumir fara auðveldu leiðina og kenna forystu flokksins um.

Frjálslyndi flokkurinn hefur staðið og barist fyrir góðum málefnum og hefur góða málefnastöðu, sem hægt er að sanna með því að stærri flokkarnir eru nú farnir að eigna sér þau málefni, reyndar ekki enn að halda landinu í byggð, og hafa því enga byggðastefnu.

Ekki er hægt að greiða að venjulegu húsnæðisláni með að fara í viðhald húsa eða umhverfis, það skilar ekki þeim tekjum sem til þarf að reka venjulegt heimili.. En að leyfa einstaklingum að bjarga sér sjálfir með því t.d. að veiða sér fisk í okkar sameiginlegu auðlind gæti hjálpað mörgum. Að loka einni atvinnugrein er ekki viðunandi og áfram verður barist fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum. ( Ekki hefur ríkisstjórn Íslands en svara mannréttindanefnd sem gerði ath. við  núverandi stjórn fiskveiða)

Ég tel að við sem unnið hafa og viljum vinna áfram að okkar góðu málefnum Frjálsynda flokksins  fögnum ekki í framtíð liðsauka sem er aðeins að vinna sjálfum sér brautargengis vegna góðrar málefnastöðu okkar. Eitt vil ég sérstaklega benda á og vona að sú nefnd sem hingað var send til að fylgjast með sl. kosningum,--kanni hver þáttur fjölmiðla er fyrir kosningar og á kjörtímabilinu. Fulltrúar Frjálslynda flokksins voru algjörlega hunsaðir nema ef hægt var að velta sér upp úr illdeilum nýrra meðlima flokksins. Frjálslyndir voru útilokaðir í umræðuþáttum. Það var búið að ákveða að taka okkur af lífi fyrir löngu,  Það er aðeins kvennalistinn sem lengur hefur staðið af sér árásir fjórflokkanna en Frjálslyndi flokkurinn.  Svo talar fólk um lýðræði? 

Nú er landið okkar stjórnlaust og ekki virðist það skipta neinu máli núna þegar þeir sem unnu kosningarnar þrefa og þrasa um ESB, sem í raun skiptir okkur alls engu máli. Það þarf að taka til heima fyrir, skúra, skrúbba og bóna áður en við höfum efni á svona kjaftæði. Heimilum landsins blæðir, fyrirtækin óstarfhæf, bankarnir févana en heilög Jóhanna situr og þrefar um ESB. Þvílík skömm Samfylking og VG. Gefið umboðið öðrum núna það getur vart orðið verra, þó ekki sé  inn í auðugan garð að stíga. Ég er tilbúin að berja tómar tunnur eða dósir núna á Austurvelli.

Við Frjálslynd vorum í  ólgusjó, góður skipsstjóri yfirgefur ekki skip sitt við þær aðstæður og ef áhöfnin er samhent þá bryðst hún í gegnum hafrótina að landi.

Það er það sem við í Frjálslynda flokknum munum gera því málefnin okkar stuðla að betra og réttlátara samfélagi og eiga og verða að heyrast.  

Ég vil þakka ykkur öllum sem tóku þátt í starfi fyrir flokkinn. Ykkar framlag til framtíðar er það sem flokkurinn þarf á að halda. Okkar er framtíðin ef við stöndum saman um málefnin, þau eiga svo fyllilega erindi í okkar samfélagi. Það er enginn annar flokkur sem kemur til með að berjast fyrir þeim. Kv. til ykkar allra og hafið þökk fyrir ykkar vinnu og  stuðning við málefnastefnu Frjálslynda flokksins. Við höfum allt að vinna engu að tapa. XF fyrir framtíðarsýn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Hanna Birna. Saknaði þess að sjá þig ekki á miðstjórnarfundinum. Já þetta var ömurleg kosninganótt en ég get ekki sagt að ég hafi orðið undrandi en vonbrigðin voru vissulega mikil og sár. Mér kemur hinsvegar á óvart hversu margt fólk utan flokksins sér á eftir Guðjóni af þingi og er ég þá að miða við hvernig hans fólk djöflast í honum og auðvitað stjórninni allri. Þetta er sérstaklega áberandi með þá sem eru að koma nýir inn í flokkinn og svo þá sem ekki hafa komist í einhver "sæti" eða "á kerfið" eins og einn nýjasti frambjóðandi flokksins orðaði það við mig.

Vegna óvæginnar gagnrýni, ódrengilegrar framkomu "bestu vina" lykilmanna í flokksstjórn og ekki síst lélegrar uppskeru í kosningunum, mun ég hugsa minn gang ,enda ekki viss um að ég sé endilega sú besta til að leiða þennan flokk . Flokkurinn, með þessa frábæru stefnu, á vissulega mikla framtíð fyrir sér þrátt fyrir stöðuna í dag. Ekki langt í næstu kosningar eins og menn vita.

Með góðri kveðju til ykkar félaga minna í Eyjum. knús Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.5.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband