Komin heim.Framundan er landsþing Frjálslynda fl. Ég býð mig fram í stöðu ritara flokksins.

Síðan mín hefur ekki verið virk undanfarið vegna vinnu minnar annars staðar, utan heimabyggðar.Gott væri nú ef frumvarp Guðjóns Arnars formanns Frjálslynda flokksins hefði fengi brautargengi á alþingi að draga ferðakostnað vegna vinnu frá skatti. En því miður fékk það frumvarp sömu afgreiðslu og allt sem frá þingmönnum Frjálslynda flokksins hefur fengið- hunsað. Nú bendir allt til að á 10 ára afmæli flokksins lognist hann útaf, það vilja mjög margir andstæðingar okkar. Fjölmiðlar hafa t.d. algjörlega hunsað þingmenn og stefnumál Frjálslyndra. Innanflokksátök hefur skaðað okkar góðu stefnumál og því miður hefur fólk valist til ábyrgðar sem ekki stóð undir þeim væntingum að efla og styrkja málefnastöðu okkar sem ég tel þá heiðarlegustu og hún er raunsæ.

Þjóðin hefur nú fallið í djúpan skít vegna andvaraleysis stjórnvalda, græðgi og fyrirgreiðsla auðmanna hefur hér ráðið atburðarrásinni sem gerir íslenska þegna að stórskuldurum. Frjálslyndir vöruðu við skuldsetningu þjóðarinnar t.d. í sjávarútvegi sem nú er staðfest af sérfræðingum að tryllingurinn byrjaði með framsali aflaheimilda.

Stefna Frjálslynda flokksins á en fullt erindi til þjóðarinnar nú sem fyrr og nú hafa þeir yfirgefið málstaðin sem ekki töldu sig geta unað jöfnuði til handa öllum. Innbyrðisátökum er þar með lokið og við sem trúum og viljum berjast fyrir okkar góðu stefnumálum fáum nú frið til þess. Landsþing okkar  verður haldið nk.helgi og á ég von á góðu þingi í friðsömu og góðu umhverfi sem Stykkishólmur býr yfir. Þaðan er nú fyrrverandi forseti alþingis Sturla Böðvarsson og ég sjálf á ættir mínar til staðarins. Með heiðarlegu baráttufólki vinnum við sigur. Það er mín trú. Taktu þátt í breytingum til hins betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er nú bara þannig Hanna að rasistar eru ómarktækir í þjóðmálaumræðu hér sem og á öðrum vettvangi.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 00:17

2 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Hilmar! Hvað ert þú að meina?Ég bið um rök fyrir svona hentistefnu málflutningi.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 10.3.2009 kl. 01:15

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Frjálslyndi flokkurinn hefur stimplað sig út úr Íslenskum stjórnmálum fyrir það hatur sem flokkurinn hefur boðað í garð innflytjenda og þá einkum múslíma. Þingmenn flokksins hafa gengið svo langt að bera svarta menn saman við sbr. Jón Magnússon og allir muna eftir aðför Magnúsar Þórs gegn sárafáum múslímakonum sem vildu setjast að á Skaganum og allt með fullu samþykki flokksins. Einnig er stefna flokksins í málum innflytjenda algjörlega í anda hægri-öfgaflokka annars staðar að úr Evrópu og slíka flokka ber að varast.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 01:25

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

- saman við apa.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 01:25

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Til hamingju Hanna Birna.

Sæll Hilmar, ert þú að kalla mig rasista ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.3.2009 kl. 02:22

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sæl Guðrún.

Ég kallaði hvorki Hönnu né þig rasista. Hins vegar kalla ég Frjálslynda flokkinn rasistaflokk.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 02:33

7 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hanna Birna, í yfirlýsingu þinni talar þú um að "mein" hafi yfirgefið flokkinn til að leita eftir "frama og auglýsingaljóma"  annarsstaðar. Hvað áttu við og hverja ?

Þóra Guðmundsdóttir, 10.3.2009 kl. 11:55

8 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Sæl Þóra mín! Ég á við að þeir sem ekki hafa fundið sig í stefnu flokksins og verið ósáttir og óánægðir með allt og ekkert finna nú sinni stefnu farveg í auglýsingaljóma annarsstaðar.Því að sjalfsögðu er það fréttnæmt þegar virkir einstaklingar yfirgefa flokk og ég tala nú ekki um fv.þingmenn hans. Gáfuð þið ekki út yfirlýsingu um málið? Með kv.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 11.3.2009 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband